
Morðgátupartý
Láttu okkur sjá um vesenið – þið finnið morðingjann
Komdu með okkur í alvöru MORÐGÁTUPARTÝ
Morð í hjólhýsagarðinum – Banvæn brúðkaupsveisla – Voðverk í Vegas – Sirkús Dauðans- Dauðavínið- Endalok við endurfundi
Hvað er morðgátupartý?
Morðgátupartý er hlutverkaleikur þar sem þátttakendur bregða sér í hlutverk persóna til að gera sér glaðan dag. …en það er maðkur í mysunni því einhver gestanna verður myrtur á meðan á gleðinni stendur og er það hlutverk þátttakenda að komast að því hver það var sem framdi morðið.
Nokkrum dögum fyrir upphaf leiks fá þátttakendur sendar upplýsingar um sína persónu í tölvupósti, tengingu við aðrar persónur í leiknum, upplýsingar um aðrar persónur og ráðleggingar um hvernig hentar best að klæða sig upp í hlutverkið.
Þegar leikurinn hefst fá þátttakendur umslag með markmiðum sem þeim er falið að leysa í fyrri hluta leiksins. Á einhverjum tímapunkti í leiknum verður morð framið og fá þátttakendur þá nýtt umslag með nýjum markmiðum, auknum upplýsingum og mögulega fá einhverjir sönnunargögn í hendurnar.
Fórnarlambið þarf ekki að örvænta því enginn er „úr leik“ heldur fær fórnarlambið nýtt hlutverk og tekur þátt í að leysa morðgátuna.
Að lokum fá allir tækifæri til að kynna sér sönnunargögnin og leggja fram ásökun ásamt því að kjósa best klæddu persónuna og þá persónu sem glæddi mestu leikinn lífi með leikrænum tilburðum sínum.
Getur þú leyst morðgátuna?
Morðgátupartý eru er frábær skemmtun fyrir vinahópa, vinnustaði, fjölskyldur og félaga. Skemmtileg samvera dregur fram það besta í öllum, og býr til minningar sem endast.
Leikir í boði:
Morð í hjólhýsagarðinum
Íbúarnir í W.P. Hjólhýsagarðinum eru margir hverjir góðkunningjar lögreglunnar, m.a. vegna slagsmála, fjársvika og annarrar glæpastarfsemi býður þessi grillveisla upp á hörmungar. Með ókeypis mat og áfengi á matseðlinum má gera ráð fyrir að allir illa upp öldu, ólæsu og ölvuðu íbúarnir verði á staðnum, með krullujárnum og öllu.
Banvæn brúðkaupsveisla
Þér er boðið að fagna giftingu Becky Giovanni og Stanley Simpson í veislu sem þú munt aldrei gleyma. Fjölskylda og vinir koma saman og njóta veiga og matar – en kvöldið gæti fljótt snúist upp í andhverfu sína og alls kostar óvíst hvort allir komist lifandi heim.
Voðaverk í Vegas
Paramount Casino er stærsta spilavítið í Las Vegas og stendur til að þar verði haldin veisla aldarinnar.
Allir sem eru einhver í Vegas verða viðstaddir þennan stórviðburð. Allt frá umsvifamiklum stjórnmálamönnum til kynþokkafullra sýningarstúlkna, frá undirförla kokteilbarþjóninum til hins eina sanna Elvis – gestalisti þessarar morðgátu er jafn fjölbreyttur og þeir gerast.
Sirkus dauðans
Harold Hargove er æstur í að bólstra litlu sýninguna sína upp í alvöru sirkus sem getur keppt við Ringling bræðurna.
Í því skyni hefur hann gert örvæntingarfullar tilraunir til þess lokka til sín áhorfendur með stórkostlegum atriðum og skapað vægast sagt óheilbrigða samkeppni milli sýningaraðilanna.
Syndir á sjó
Eftir lúxusviku á sjó eru allir um borð í Mystery of the Seas að gera sig til fyrir kvöld fullt af rómantík og launráða í kokteilaveislu skipstjórans — tilkomumiklum viðburði sem erfitt verður að toppa.
Það er hvergi betri staður til að flýja vandræðin sín en að vera á reki á sjónum … eða fyrir morðingja að næla sér í sitt næsta fórnarlamb!
Dauðavínið
Í ár ætlar Chardonnay Crest víngerðin að halda fjáröflun þar sem allur ágóðinn rennur til Cabernet kjallaranna sem misstu allar sínar vínekrum í eldsvoðum síðasta haust.
Víngerðarmenn og ekrueigendur svæðisins keppast við að sýna hvort öðru sín allra bestu vín áður en þau verða sett í almenna sölu. Charlotte Chardonnay vonast til að þessi viðburður heiðri minnigu föður sinnar, Charles, sem setti samfélagið alltaf í fyrsta sætið og gróða í annað sæti.
Endalok við endurfundi
Það er komið að endurfundum hjá fyrrum nemendum gagnfræðaskólans á Morðeyri
Það hefur margt vatn runnið til sjávar á þessum 30 árum. Nú er tími til kominn að hitta aftur gamla vini (og óvini) og sjá hvað hefur orðið úr þessu fólki.
Því miður verður einn gestanna ekki útskrifaður úr veislunni.
Upplýsingar
Verð á mann: 7.500kr.
Innifalið: Morðgátuleikur, umsjón með leiknum, afgreiðsla á bar
Leiktími: 1,5-2,5 klst.
Fjöldi spilara: 10-40 spilarar
Lágmarksfjöldi er 10 manns
Búningar: Leikjameistarinn mætir í búning og hvetjum við öll sem bóka að leggja metnað í búning til þess að koma sér í gírinn. Það gerir leikinn skemmtilegri.
Í samstarfi við Morðgátufélagið tökum við að okkur að setja upp ykkar morðgátupartý. Við bjóðum upp á 7 mismunandi leiki sem spilaðir eru í salnum okkar. Á meðan leikurinn er í gangi er hægt að versla drykki á barnum en sömuleiðis er hægt að panta drykki fyrirfram eða setja í reikning.
Þar sem leikirnir eru í samstarfi við þriðja aðila þá er bókun alltaf háð því að laust sé tiltekna dagsetningu. Endilega fyllið út formið hér fyrir neðan og við hjálpum ykkur að setja saman einstaka skemmtun.
Viltu koma í morðgátupartý?
Veitingar
Pizzuhlaðborð 3.500 kr
120 gr hamborgari 3.500 kr
M/krullurfranskar og meðlæti
Forréttaplatti 4-5 manns 9.990 kr.
Jalapeno poppers, Laukhringir, Franskar,
Mozzarella stangir, salsa sósa
Tortillubakki - 4-5 manns 9.990 k
Samlokubakki - 4-5 manns 9.990 kr
Bjórkútur 72.000 kr.
Rauðvíns / Hvítvínsbeljur 14.990 kr
Freyðivínsflöskur 6.000 kr
Kokteilabollur 5 ltr 39.900 kr - Hægt að velja á milli (Mojito, Skemmti Mule, Basil Gimlet)
Frosnir kokteilar 9 ltr 55.000 kr - Strawberry Daiquiri eða Frozen Margarita
10 ískaldir í fötu - lítill bjór 12.000 kr
10 ískaldir í fötu - Stór bjór ISK 13.000 kr
10 hrímkaldir Sommersby 12.000 kr.
*Með öllum tilboðspökkum fylgja veitingar
* Matar veitingar þarf að panta fyrirfram