Velkomin í Skemmtigarðinn
Skemmtigarðurinn býður fjölbreytta afþreyingu fyrir alla aldurshópa
Um okkur
Skemmtigarðurinn er staðsettur í Gufunesi í Grafarvogi, 112. Frá Gullinbrú er keyrt beina leið u.þ.b. 1 km og þá blasir við stórt sjóræningjaskip á vinstri hönd.
Keyrt er í gegnum stórt hlið til þess að komast inn á svæðið hjá okkur, á kortinu hér til hliðar má sjá hvar hægt er að leggja og hvar aðkoma er fyrir hverja og eina afþreyingu.
Afgreiðsla veitinga er bæði í Hvíta tjaldinu og afgreiðslunni. Opnunartími fer eftir bókunum, hægt er að sjá opnunartíma í minigolf og fótboltagolf undir afþreyingar.
Skrifstofa Fjöreflis ehf (sem á Skemmtigarðinn í Grafarvogi) er í 112 Reykjavík.
