Verð:
30.000 kr á hvert barn
Innifalið í verðinu er HÁDEGISMATUR*
​Það sem börnin þurfa að taka með sér:
Útiföt eftir veðri og góða skó. 

*Í kaffitímum verður boðið upp á grillaðar samlokur og ávöxt. Á föstudögum endum við námskeiðið á pylsupartý, djús og candyfloss!

Skilmálar:

  • Ef lágmarksþátttaka næst ekki 4 dögum fyrir námskeið þá áskilur Skemmtigarðurinn sér rétt að fella niður námskeiðið og þátttökugjald endurgreitt.
  • Ef hámarksþátttöku er náð þá er hægt að skrá börnin á biðlista með því að senda póst á info@skemmtigardur.is
  • Skemmtigarðurinn Grafarvogi áskilur sér rétt til notkunar á myndum af börnunum meðan námskeiðinu stendur. Myndbirtingar eru í samræmi við lög og reglur persónuverndar.
  • Ætlast er til þess að farsímar séu geymdir í töskum eða vösum á meðan námskeiði stendur.
  • Námskeiðið er utandyra, við hvetjum því foreldra til þess að klæða börnin eftir veðri. 

Hvað er Leikjanámskeið?

Skemmtigarðurinn heldur skemmtilegt leikjanámskeið í sumar þar sem krakkarnir fá að njóta þess að leika sér utandyra og prófa vinsælu afþreyingarnar sem við bjóðum upp á. Meðal afþreyinga sem farið er í á leikjanámskeiðunum er minigolf, fótboltagolf, klessuboltar, lasertag og hópeflisleikir.

Dagarnir eru byggðir þannig upp að við tökum eina afþreyingu, tökum svo hádegismat og förum að svo í aðra afþreyingu

Hver dagur er byggður þannig upp að við leikum okkur saman í margskonar fjöri, borðum nesti í hádeginu og endum daginn aftur á leik
Síðasta daginn verður uppskeruhátíð þar sem grillaðar verða pylsur, safi og búið til candyfloss.

Hvert námskeið eru 5 dagar í senn og verða nokkur námskeið í sumar.
Námskeiðið er tvískipt:
6-9 ára   Byrja kl 09:00
10-13 ára    Byrja kl 10:00

6-9 ára námskeiðið er frá 09:00 – 13:00
10-13 ára námskeiðið er frá 10:00 – 14:00
Starfsmenn verða á svæðinu 15 mín eftir að námskeiði lýkur.

Júní:
1. námskeið: 9. – 13. Júní
2. námskeið: 16. – 20. Júní (4 dagar)
3. námskeið: 23. – 27. Júní
4. námskeið: 30. Júní-4.Júlí

Júlí:

5. námskeið: 7.-11. Júlí
6. námskeið: 14.-18. Júlí
7. námskeið: 21-25. Júlí


*takmarkað pláss í boði

** ef ekki næst lágamarksþátttaka er mögulegt að sameinuð verði námskeið.

Við bjóðum upp á systkinaafslátt: 10.000 kr. afsláttur á hvert barn umfram fyrsta skráð barn. Vinsamlegast hafið samband við info@skemmtigardur.is til þess að virkja afsláttinn.

Bókaðu hér

Skráðu á póstlistann

Takk fyrir!