Þrautaleikur
Vertu með í snjallasta og skemmtilegasta þrautaleik þessarar aldar !
Upplýsingar
Verð á mann: 6500 kr
Leiktími: Við stjórnum hvað leikurinn á að vera lengi, það fer eftir því hvernig við setjum hann upp með ykkur.
Yfirleitt er hann í kringum 1,5 – 2,5 tíma
Lámarksfjöldi er 6 manns
Opnunartími: alla daga frá 09:00 – 21:00
Þrautirnar geta verið :
Tengdar við byggingar og áfangastaði, t.d kennileiti og skemmtilega veitingastaði í miðbænum
Um fyrirtækið, gildin ykkar eða jafnvel starfsmenn.
Við fáum upplýsingar um hópinn ykkar og útbúum þrautaleikinn út frá þeim upplýsingum
Snjalltölvan vísar ykkur veginn til að leysa þrautirnar á “interactive” hátt
Þið takið ljósmyndir, svarið spurningum og leysið allskonar skemmtileg verkefni á réttum stöðum og við söfnum svo öllu saman og kynnum úrslitin.
Hvað er Þrautaleikur?
Við sérútbúum þrautaleiki fyrir hópinn þinn hvar á landinu sem er, eins og t.d:
- Miðbæ RVK
- Í Skemmtigarðinum
- Í fyrirtækinu ykkar
- Út á landi
- Álftanesi
- Grasagarðinum
- Hvar sem er
Við setjum upp Þrautaleiki þar sem þið leysið einfaldar en skemmtilegar þrautir
Ykkur er skipt í hópa og þið látin leysa fjölbreyttar þrautir sem reyna bæði á einstaklingin sem og hópinn sjálfan. Hvert lið fær afhenta eina snjalltölvu.
Hugvit og herkænska spilar stóran sess í keppninni og sá sem fær flest stig sigrar
Einfalt en æsi spennandi og afar vinsælt hjá fyrirtækjum og hópum
Við bjóðum upp á 3 tegundir af Þrautaleik
- Markmið leiksins er að safna sem flestum stigum meðan á leiknum stendur. Liðið sem er stigahæst sigrar.
- Fjársjóðsleitin: Markmið leiksins er að safna 100 gullpeninum áður en tíminn líður. Þú mátt ekki safna meira en 100 peningum þá springur liðið. Það eru bæði + stig og – stiga þrautir. Liðið sem safnar 100 gullpeningum fyrst sigrar.
- Prison break – Þið eruð föst niður í miðbæ og komist ekki út – markmið leiksins er að reyna að losna úr miðbænum og leysa þrautir á leiðinni.
Veitingar
Varðeldur og sykurpúðar 990 kr
Pizzuhlaðborð 2.990 kr
120 gr hamborgari 2.990 kr
M/krullurfranskar og meðlæti
Forréttaplatti 4-5 manns 6.500 kr.
Jalapeno poppers, Laukhringir, Franskar,
Mozzarella stangir, salsa sósa
Eðla með snakki 3.990 kr.
Tortillubakki - 4-5 manns 6.500 kr.
Samlokubakki - 4-5 manns 6.500 kr
Ávaxtabakki - 4-5 manns 6.500 kr.
Bjórkútur 59.000 kr.
6 ískaldir í fötu - lítill bjór 4.000 kr
6 ískaldir í fötu - Stór bjór ISK 6.000 kr
5 hrímkaldir Sommersby 4.000 kr.
*Með öllum tilboðspökkum fylgja veitingar
* Matar veitingar þarf að panta fyrirfram