
Þrautaleikir
Vertu með í snjöllustu og skemmtilegustu þrautaleikjum þessarar aldar !
Upplýsingar
Leiktími: Fer eftir hvaða leikur er valinn en yfirleitt 60-120 mínútur
Lámarksfjöldi: 5-6 manns
Leikstaður: Flesta leiki er hægt að spila hvar sem er, Álagahringinn er hægt að spila í Skemmtigarðinum og í miðbæ Reykjavíkur
Opnunartími: alla daga frá 09:00 – 21:00
Fáðu tilboð í þinn leik
Hvað eru þrautaleikir?
Þrautaleikir eru mismunandi tegundir af leikjum sem við spilum í snjallsímum. Eiga þeir það allir sameiginlegt að leikmenn etja kappi gegn hvor öðrum og aðeins einn sigurvegari stendur uppi að lokum.
Við bjóðum upp á þrjá tilbúna þrautaleiki sem eru spilaðir utandyra:
- Álagahringinn
- Partýleikinn
- Fjölskylduleikinn
Við bjóðum upp á tvo tilbúna þrautaleiki sem eru spilaðir innandyra og henta vel fyrir skrifstofur eða sem stutt afþreying:
- Sprengjan
- Hefðarsetrið
Við getum einnig sérútbúið ratleiki eftir ykkar höfði sem hægt er að spila hvar sem hentar hópnum, td.:
- Miðbæ RVK
- Í Skemmtigarðinum
- Í fyrirtækinu ykkar
- Út á landi
- Álftanesi
- Grasagarðinum
- Hvar sem er
Við setjum þá upp Þrautaleiki þar sem þið leysið einfaldar en skemmtilegar þrautir
Ykkur er skipt í hópa og þið látin leysa fjölbreyttar þrautir sem reyna bæði á einstaklingin sem og hópinn sjálfan. Hvert lið fær afhenta eina snjalltölvu.
Hugvit og herkænska spilar stóran sess í keppninni og sá sem fær flest stig sigrar
Einfalt en æsi spennandi og afar vinsælt hjá fyrirtækjum og hópum