Þrautaleikir

Vertu með í snjöllustu og skemmtilegustu þrautaleikjum þessarar aldar !

 

ÁLAGAHRINGURINN

Nútímalegur flóttaleikur með tengingu í íslenskar þjóðsögur. Hægt er að spila hann í miðbæ Reykjavíkur og í Skemmtigarðinum

PARTÝLEIKUR

Ratleikur með öllum okkar villtustu þrautum. Hentar einstaklega vel fyrir gæsa- og steggjahópa. Er hægt að spila hvar sem óskað er eftir!

FJÖLSKYLDULEIKUR

Rólegri týpan af ratleiknum okkar sem hentar öllum aldri. Er hægt að spila hvar sem óskað er eftir!

SPRENGJAN

Klukkutíma langur spennuþrunginn þrautaleikur sem er spilaður innandyra með snjallsíma þar sem leikmenn þurfa að leysa þrautir til að aftengja “sprengju”.

HEFÐARSETRIÐ

Klukkutíma langur flóttaleikur sem er spilaður innandyra með snjallsíma, leikmenn þurfa að hjálpast að við að komast út úr myrkvuðu hefðarsetri. 

Upplýsingar

 

Leiktími: Fer eftir hvaða leikur er valinn en yfirleitt 60-120 mínútur

Lámarksfjöldi: 5-6 manns

Leikstaður: Flesta leiki er hægt að spila hvar sem er, Álagahringinn er hægt að spila í Skemmtigarðinum og í miðbæ Reykjavíkur

Opnunartími: alla daga frá 09:00 – 21:00

 

Fáðu tilboð í þinn leik

Hvað eru þrautaleikir?

Þrautaleikir eru mismunandi tegundir af leikjum sem við spilum í snjallsímum. Eiga þeir það allir sameiginlegt að leikmenn etja kappi gegn hvor öðrum og aðeins einn sigurvegari stendur uppi að lokum.

Við bjóðum upp á þrjá tilbúna þrautaleiki sem eru spilaðir utandyra:

 • Álagahringinn
 • Partýleikinn
 • Fjölskylduleikinn

Við bjóðum upp á tvo tilbúna þrautaleiki sem eru spilaðir innandyra og henta vel fyrir skrifstofur eða sem stutt afþreying:

 • Sprengjan
 • Hefðarsetrið

 Við getum einnig sérútbúið ratleiki eftir ykkar höfði sem hægt er að spila hvar sem hentar hópnum, td.:

 • Miðbæ RVK
 • Í Skemmtigarðinum
 • Í fyrirtækinu ykkar
 • Út á landi
 • Álftanesi
 • Grasagarðinum
 • Hvar sem er

Við setjum þá upp Þrautaleiki þar sem þið leysið einfaldar en skemmtilegar þrautir

Ykkur er skipt í hópa og þið látin leysa fjölbreyttar þrautir sem reyna bæði á einstaklingin sem og hópinn sjálfan. Hvert lið fær afhenta eina snjalltölvu.
Hugvit og herkænska spilar stóran sess í keppninni og sá sem fær flest stig sigrar

Einfalt en æsi spennandi og afar vinsælt hjá fyrirtækjum og hópum

Skráðu á póstlistann

Takk fyrir!