Bókunarskilmálar
Afbókunarreglur
- Hægt er að afbóka og óska eftir endurgreiðslu með þriggja sólarhringa fyrirvara.
- Til að hætta við bókun og fá endurgreitt þarf að hafa samband við info@skemmtigardur.is innan þeirra tímamarka er koma fram hér að ofan.
- Ekki er hægt að fá endurgreitt ef ekki er óskað eftir endurgreiðslu utan þeirra tímamarka er koma fram hér að ofan.
- Allar endurgreiðslur fara fram í gegnum tölvupóst, info@skemmtigardur.is.
- Starfsmenn Skemmtigarðsins hafa ekki heimild til þess að endurgreiða né veita afslætti.
Almennir skilmálar
- Gestir koma á eigin ábyrgð í Skemmtigarðinn. Gestir samþykkja að bera ábyrgð á því tjóni sem þeir valda á tækjum og öðrum einstaklingum vegna athafna sinna.
- Útrás krefst þess að fólk sé meðvitað um þær hættur sem eru þar inni. Ef óvarlega er farið er hætta á slysum. Einungis má nota vopn sem afhent eru af starfsmönnum. Ekki má grípa upp hluti af jörðinni og kasta þeim þar sem slysahætta getur myndast.
- Lasertag og paintball er spilað á sömu völlum og því geta slettur farið á föt þegar spilað er, hægt er að óska eftir göllum.
- Við mælum með því að mætt sé í Skemmtigarðinn 10-15 mínútum áður en afþreying hefst til þess að spiltími hefjist á réttum tíma.
- Gestir bera ábyrgð á að koma á tilsettum tíma á svæðið, ekki spilað lengur en sá tími sem bókaður er.
- Ekki er heimilt að koma með utanaðkomandi veitingar í Skemmtigarðinn, það á sömuleiðis við drykki.
- Vissar afþreyingar krefjast þess að gestir séu ekki undir áhrifum áfengis, telji starfsmaður að gestur sé ekki hæfur í að taka þátt hefur starfsmaður heimild til þess að vísa gestum frá án endurgreiðslu.
- Kvörtun og ósk um endurgreiðslu verður að berast innan viku frá því að afþreyingu lýkur.
- Allir gestir þurfa að skrifa undir ábyrgðarblöð áður en afþreying hefst.
- Gestum ber að hlýða fyrirmælum starfsfólks, starfsmenn hafa heimild til þess að vísa gestum frá ef fyrirmælum er ekki fylgt
- Gestum ber að nota hlífðarbúnað í þeim afþreyingum þar sem hlífðarbúnaðs er krafist. Ekki eru veittar neinar undanþágur frá því.
- Gestum ber að sýna öðrum gestum Skemmtigarðsins tillit og ekki valda óþarfa ónæði.
- Aldurstakmark er í vissar afþreyingar Skemmtigarðsins, starfsfólk hefur ekki heimild til þess að veita undanþágur frá þessum takmörkunum.
- Skemmtigarðurinn tekur ekki ábyrgð á persónulegum munum í Skemmtigarðinum né munum sem glatast eða er stolið í Skemmtigarðinum.
- Gestir bera ábyrgð á því að meta sjálfir hvort þeir hafi heilsu og líkamsburði til þess að taka þátt í þeim afþreyingum sem bókaðar eru.
- Meginþorri afþreyinga Skemmtigarðsins eru utandyra, gestir bera ábyrgð á því að koma klæddir eftir veðri hverju sinni.
- Öryggismyndavélar eru staðsettar í garðinum og geta gestir átt von á því að vera í mynd alls staðar á leiksvæðum.
- Notkun ólöglegra vímuefna er bönnuð í Skemmtigarðinum, geta þeir sem virða það ekki átt von á því að vera vísað af svæðinu.
- Kynferðisleg áreitni er ekki liðin í Skemmtigarðinum, einstaklingum sem virða það ekki er vísað af svæðinu og er lögreglu gert viðvart.
Barnaafmæli
- Lágmarksfjöldi barna sem greitt er fyrir í barnaafmælum er 10.
- Við mælum með því að mætt sé í Skemmtigarðinn 10-15 mínútum áður en afmæli hefst til þess að spiltími hefjist á réttum tíma.
- Gestir bera ábyrgð á að koma á tilsettum tíma á svæðið, ekki er spilað lengur en sá tími sem bókaður er.
- Foreldrar og forráðamenn bera fulla ábyrgð á börnunum og eru vinsamlegast beðin um að virða aðra gesti Skemmtigarðsins.
- Ekki er heimilt að koma með utanaðkomandi veitingar í Skemmtigarðinn að undanskyldum afmæliskökum.
- Ráðlagt er að einn forráðamaður hafi umsjón með 5 börnum, 12 ára og yngri.
- Ekki er heimilt að skilja börnin ein eftir, forráðamönnum ber að fylgjast með barnahópnum.
- Við mælum með því að komið sé með nafnalista svo að skráning taki sem skemmstan tíma.
- Foreldrar bera ábyrgð á því að gestir afmælis fylgi fyrirmælum starfsmanna.
- Starfsmenn hafa heimild til þess að vísa gestum frá ef fyrirmælum er ekki fylgt.