Hvað þarftu að vita:

Verð: 6.000 kr á lið                                                                                                             Dags: 23.Júlí                                                                                                                              Mæting: 12:00                                                                                                            Þátttaka: 2 í liði                                                                                                                        Innifalið: 2 bjórar á lið við mætingu og keppni í 3 þrautum                            18 ára aldurstakmark

Skilmálar:

 • Ef lágmarksþátttaka næst ekki 4 dögum fyrir mótið þá áskilur Skemmtigarðurinn sér rétt að fella niður mótiðog þátttökugjald endurgreitt
 • Skemmtigarðurinn Grafarvogi áskilur sér rétt til notkunar á myndum af keppendum meðan á mótinu stendur. Myndbirtingar eru í samræmi við lög og reglur persónuverndar.

Partý Þríþrautarkeppnin

 

 Laugardaginn 23. Júlí ætlar Skemmtigarðurinn í samstarfi með frábærum fyrirtækjum að halda skemmtilegt partýmót fyrir vinahópa. 

Keppt verður í Fótboltagolfi, Minigolf & Axarkasti 

Á nokkrum brautum þá þarf að leysa brautina með ákveðnum verkefnum, skjóta aftur á bak, snúa golfkylfunni öfugt os.frv – Leikreglurnar eru neðst á síðunni

Keppt verður í 2 manna liðum – þannig að þú mætir með einum vin eða vinkonu og reynið að vinna skemmtileg verðlaun og hafa gaman á sama tíma. 

Hver einasti keppandi fær ískaldan Egils Gull á krana við mætingu. Tilboð verða á barnum og því meiri bjór við hönd því líklegri ertu að sigra mótið.  

 

Verðlaun: 

​1. sæti

 • Paintball fyrir 6 með með 200 skotum á mann
 • Sky Lagoon Gjafabréf fyrir 2 
 • 2x Pizzur í Keiluhöllinni
 • 5 kassar af Egils Gull 
 • 2x Minigolf í Minigarðinum
 • 1x 50 mín keila fyrir allt að 6 manns
 • 2 x fótboltagolf aðgangur í Skemmtigarðinn

2. sæti

 • Sky Lagoon Gjafabréf fyrir 2 
 • 2x Pizzur í Keiluhöllinni
 • 5 kassar af Egils Gull 
 • 1x 50 mín keila fyrir allt að 6 manns
 • 2 x Minigolf í Minigarðinum
 • 2 x fótboltagolf aðgangur í Skemmtigarðinn

3. sæti

 • Hopp fyrir 2 í Rush Iceland í 120 Mín
 • 2x KFC máltíðir 
 • 2 x Minigolf í Minigarðinum
 • 2 x fótboltagolf aðgangur í Skemmtigarðinn

4. sæti

 • 2 x Minigolf í Minigarðinum
 • 2 x fótboltagolf aðgangur í Skemmtigarðinn

*takmarkað pláss í boði

Leikreglur:

Keppt verður í 3 þrautum – Fótboltagolfi, Minigolfi og Axarkasti 

Liðsfélagarnir vinna saman að fá sem flest stig. Á nokkrum brautum í Minigolfi og Fótboltagolf eru þrautir og hindranir sem þarf að leysa

Fótboltagolf:

 • 2. Holu – Upphafshögg með röngum fæti
 • 4. Hola – Pútta með hælnum
 • 6. Hola – Upphafshögg með lokuð augun
 • 8.Hola – Upphafshögg á sokkunum
 • 10. Hola – Högg nr 2 þarf að skalla boltann
 • 12. Hola – Upphafshögg er markmannsspyrna

Minigolf:

 • 2.holu – Snúa kylfinu við
 • 4. Hola – Skjóta einsog billiard
 • 5. Hola – Má trufla andstæðingin í öllum skotum, það má bara ekki snerta leikmann, bolta né kylfuna hans
 • 8. Hola – Pútta með hælnum
 • 10. Hola – Rúlla boltanum með höndunum
 • 12. Hola – Þarf að taka upphafsskotið með því að skjóta undir klof á sjálfum sér
 • 15. Hola – Halda á kylfunni með einni hendi (rangri hendi) og slá þannig brautina
 • 18. Hola- 1 högg á mann – sá sem er næstu holu fær hola í höggi, á eftir honum 2 högg og koll af kolli – Boltinn má EKKI lenda ofan í holunni, þá fær sá hinn sami 5 högg.

Ef einhver skítur boltanum útaf, þeas í hátt gras, bílaplan, útaf velli þá bætast 2 skot við þá manneskju. 

Einhver gleymir eða vill ekki fylgja leiðbeiningum þá bætast 2 skot við þá holu á það lið.

Bókaðu hér

Skráðu á póstlistann

Takk fyrir!