
Vinnustaða Jóla-Djamm!
Alla fimmtudaga, föstudaga og laugardaga í fram að jólum getur vinnustaðurinn þinn komist í jólastuð með því að halda jóladjamm hjá Skemmtigarðinum.
Hvernig virkar það?
Dagskráin gæti hljómað svona
(Þetta er bara hugmynd sem við mælum með):
- 17:00 – Hópurinn mætir og fær sér einn ískaldan jólaTUBORG eða jólaglögg.
- 17:30 – Hendum öllum í Jólapubquiz
- 19:00 – Jólamatur – Hamborgarhryggur, kartöflusalat, jólasíldarsalat, rúgbrauð og laufabrauð, reyktur, grafinn lax, grafin gæs og fleira!
- 21:00 – Pílukeppni og Kareoke kvöld
- 22:00-23:00 – Bjór, svo bjór, svo annar jólaglögg, svo annar bjór og svo leigubíll.
Salurinn er jólasskreyttur og markmiðið er að drekka og borða inn jólin!
Það eru margar útfærslur af kvöldinu
- Þið getið eingöngu komið í mat og drykk og andað að ykkur alvöru Jóla hátíðar stemningu
- Þið getið komið í það sem við gerum best sem er að fara í skemmtilegar afþreyingar og enda svo stuðið í jólasnitutm og partý.
- Þið getið komið í Jóla kareoki veislu þar sem mikilvægast af öllu er að syngja hátt og drekka sátt.
Auðvitað er mætingarskylda í jóla búning
Ef þið viljið tilboð í ykkar hóp, fyllið þá út skráningarformið hér á síðunni og við svörum von bráðar!
Viljum taka fram að það gætu alltaf verið fleiri hópar í salnum á sama tíma.
Hugmyndir af dagskrá

Þessir pakkar hér að ofan eru eingöngu hugmyndir af dagskrá. Hægt er að breyta afþreyingunni eftir ykkar höfði, bæta við eða breyta drykkjum eða veitingum.
Matur:
- Jólapinnamatur: 4990 kr á mann
- Hamborgarhryggur með kartöflusalati
- Jólasíldarsalat
- Rugbrauð með lifrakæfu, sveppum og beikoni
- Rúgbrauð með graflaxi, dill og sósu
- Sveitapate
- Laufabrauð með smjöri
- Súkkulaðikaka með mjúku súkkulaðikremi
- Gulrótarkaka með rjómaostakremi
- Eplakaka með kanil
- 120 gr JÓLA hamborgari, krullufröllur, sósur og meðlæti – 3300 kr á man
Drykkir
- 60 stórir Bolar eða Gull af krana 59.000 kr
- Hvítvíns eða Rauðvínsbelja 12.990 kr
Afþreying
- Pub quiz – 3000 kr á mann
- Litlir leikir í salnum, beer pong, píla, foosball og boxtækis keppni – Verðlauna afhending fyrir sigurvegara – 2500 kr á mann
- Útrásin – 6990 kr á mann (lágmarki 4 manneskjur)
- Axarkast – 3990 kr á mann
- Úti Lasertag- 4990 kr á mann
- Archery tag, Klessuboltar, Fótboltagolf, Minigolf, Paintball og fleiri afþreyingar er hægt að bæta við
Opnunartímar
Á SKRIFSTOFU: mánudaga – föstudaga: 09:00 – 17:00
Um okkur
Fylgdu okkur

Skemmtigarðurinn ehf.
Kt. 650602-4470 | Vsk. nr. 77026 | 587-4000 | Gufunes, 112 Reykjavík