
Álagahringurinn
Flóttaleikur í hjarta Reykjavíkur
Upplýsingar
Verð á mann: 6500 kr
Leiktími: 2 tímar
Lámarksfjöldi er 6 manns
Opnunartími: alla daga frá 09:00 – 21:00
Leikstaður : Hópurinn hittist hjá Hegningarhúsinu og er spilað í hjarta Reykjavíkur.
Hvað er Álagahringurinn?
Álagahringurinn er flóttaleikur(escape room) sem er spilaður með snjalltækjum í miðborginni. Leikmenn þurfa að leysa þrautir til þess að brjóta aftur álög sem illur seiðkarl hefur lagt á Ísland.
Seiðkarlinn Garla-Loftur hefur snúið aftur og hefur heitið því að skelfa íbúa Íslands enn á ný!!
Hefur hann í brjálæði sínu umlukið hluta Reykjavíkur með álagahring sem fer stækkandi!!
Álagabókin Rauðskinna er löngu týnd en hlutar úr bókinni hafa þó varðveist og eru dreifðir um borgina og gefa þeir vísbendingar um hvernig megi brjóta álögin!
Til þess að brjóta álögin þurfið þið að leysa verkefni og safna saman upplýsingum.
Þið þurfið að vinna saman til þess að vera á undan Galdra-Lofti en hann hefur sett alla sína krafta í þennan galdur.
Fróðir menn telja að með því að brjóta álögin sé hægt að losna við Galdra-Loft fyrir fullt og allt en þið þurfið að nota allar þær gáfur sem þið búið yfir.
Getið þið leyst verkefnin innan tímarammans eða munuð þið leyfa álögunum að dreifast smátt og smátt um allt Ísland???
Veitingar
Pizzuhlaðborð 3.500 kr
120 gr hamborgari 3.500 kr
M/krullurfranskar og meðlæti
Forréttaplatti 4-5 manns 9.990 kr.
Jalapeno poppers, Laukhringir, Franskar,
Mozzarella stangir, salsa sósa
Tortillubakki - 4-5 manns 9.990 k
Samlokubakki - 4-5 manns 9.990 kr
Bjórkútur 72.000 kr.
Rauðvíns / Hvítvínsbeljur 14.990 kr
Freyðivínsflöskur 6.000 kr
Kokteilabollur 5 ltr 39.900 kr - Hægt að velja á milli (Mojito, Skemmti Mule, Basil Gimlet)
Frosnir kokteilar 9 ltr 55.000 kr - Strawberry Daiquiri eða Frozen Margarita
10 ískaldir í fötu - lítill bjór 12.000 kr
10 ískaldir í fötu - Stór bjór ISK 13.000 kr
10 hrímkaldir Sommersby 12.000 kr.
*Með öllum tilboðspökkum fylgja veitingar
* Matar veitingar þarf að panta fyrirfram